Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 282
- Kl. 17:15 - 18:05
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 282
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
1. Boginn - endurnýjun á gervigrasi
Verkefnislið um endurnýjun á gervigrasi í Boganum leggur til að keypt verði Liga turf RS CP 22/4 gervigras frá Polytan og græn Bionic fibre innfylling sem er sérstaklega framleidd fyrir gervigras.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögu verkefnisliðsins.
2. Sundlaug Akureyrar - endurnýjun á dúk í laugarkörum
Rætt um viðhaldsþörf á dúk í laugarkari.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að leitað verði verða í nýjan dúk.
3. Steinnes - húsaleigusamningur
Lögð fram beiðni núverandi leigutaka um að leigusamningurinn verði framlengdur um eitt ár og beiðni íþróttaráðs um samningagerðina.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að ganga frá framlengingu á leigusamningnum miðað við umræður á fundinum.
4. Lundarskóli - beiðni um breytingar á B-gangi vegna fatlaðs nemanda sem hefur nám haustið 2016
Lögð fram beiðni frá skólanefnd um breytingar á B-gangi skólans.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir erindið.
5. Oddeyrarskóli - beiðni um uppsetningu á gufupotti
Lögð fram beiðni frá skólanefnd um uppsetningu á gufupotti í eldhúsi skólans.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir erindið.
6. Glerárskóli felliveggur - beiðni um uppsetningu frá skólanefnd
Lögð fram beiðni frá skólanefnd um uppsetningu á fellivegg.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir erindið.
7. Hrísey - húsnæði fyrir slökkviliðið og björgunarsveitina
Tekinn fyrir 3. liður úr fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 9. júní 2016 sem bæjarráð vísaði til Fasteigna Akureyrarbæjar þann 23. júní 2016.
Húsnæðismál vegna björgunarsveitar, slökkvibíls oþh. Hverfisráðið óskar eftir því að skoðað verði að byggja á milli húsanna sem nýtt eru í dag. Vegna þess
að mögulega er hægt að nýta Salthúsið í aðra atvinnu uppbyggingu, sbr. verkefnið Brothættar byggðir, þar sem annað húsnæði er ekki til staðar í eyjunni.Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til framkvæmdadeildar.