Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 205
- Kl. 08:15 - 10:15
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 205
Nefndarmenn
- Oddur Helgi Halldórssonformaður
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hjörleifur H. Herbertsson
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Sigfús Arnar Karlsson
- Bjarni Sigurðssonáheyrnarfulltrúi
- Jón Ingi Cæsarssonáheyrnarfulltrúi
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Guðríður Friðriksdóttir
- Óskar Gísli Sveinsson
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
1. Fjárhagsáætlun 2012 - Fasteignir Akureyrarbæjar
Lögð fram til kynningar skýrsla um skiptingu fjárveitingar til viðhalds á árinu 2012.
<DIV> </DIV><DIV>Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi S-lista óskar bókað: Undirritaður lýsir áhyggjum sínum með þann mikla niðurskurð sem verið hefur til viðhaldsmála á fasteignum bæjarins. Það gefur auga leið að með þessu er verið að byggja upp vandamál sem mun leggjast á bæjarsjóð með miklum þunga í framtíðinni.</DIV><DIV>Þessi niðurskurður lýsir skammsýni og býr til fleiri vandamál en hann leysir. </DIV>
2. Naustaskóli II. áfangi - nýbygging
Lagt fram minnisblað dags. 2. mars 2012 frá Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla og Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra Akureyrarbæjar. Minnisblaðið inniheldur rökstuðning fyrir því að framkvæmdum við miðrými Naustaskóla verði flýtt.
<DIV></DIV>
3. Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012
Lögð fram til kynningar kostnaðaráætlun fyrir því að setja sæti í stúkuna.
<DIV><DIV> </DIV></DIV>
4. Íþróttasvæði Þórs - leki í stúku
Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 23. mars 2012 vegna viðgerða á stúkunni.
<DIV></DIV>
5. Húsnæði dagþjónustu, skammtímavistunar og íbúðarsambýli 2012 FA
Lagt fram minnisblað dags. 27. mars 2012 með hugmyndum sem uppi eru varðandi húsnæði skammtímavistunar og dagþjónustu. Einnig rætt um mögulega staðsetningu 6 íbúða sambýlis.
<DIV></DIV>
6. Íþróttahöllin - endurnýjun á bekkjum
Lögð fram niðurstaða opnunar tilboða í endurnýjun á áhorfendabekkjum niður við gólf.
<DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við Stálflex ehf á grundvelli tilboðs 5.</DIV>
7. Ráðhús skjalasafn - skjalaskápar og hillur í geymslu í kjallara
Lagt fram erindi frá skrifstofu Ráðhúss dags. 23. mars 2012, þar sem óskað er eftir fjárveitingu í kaup á nýjum skjalaskápum og hillum í kjalla Ráðhússins.
<DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir erindið og að búnaðarkaupin verði greidd af sérstökum búnaðarkaupalið í fjárhagsáætlun bæjarins.</DIV>
8. Naust - niðurrif eigna
Rætt um möguleg niðurrif hluta fasteigna á Naustum.
<DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að sækja um það til skipulagsnefndar að húsin verði rifin skv. framlögðum gögnum.</DIV>
9. Íþróttahús KA - skilamat fyrir endurnýjun á gólfi og bekkjum
Lagt fram til kynningar skilamat fyrir framkvæmdirnar.
<DIV></DIV>
10. Verkfundargerðir FA 2012
Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:\nHjúkrunarheimili Vestursíðu 9 - SS Byggir ehf: 17. verkfundur dags. 1. mars 2012.\nÞrastarlundur 3-5 - Virkni ehf: 8. og 9. verkfundur dags. 6. og 20. mars 2012.\nNaustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 18. verkfundur dags. 8. mars 2012.\nÍbúðarsambýli: 1.- 4. fundur verkefnisliðs dags. 19. janúar, 6. febrúar, 5. og 27. mars 2012.
<DIV></DIV>