Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 281
- Kl. 15:00 - 16:30
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 281
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Steindór Ívar Ívarssonverkefnastjóri viðhalds
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
1. Hlíð - viðhald 2016
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri viðhalds og endurbóta hjá FA kynnti viðhaldsþörf í Víði- og Furuhlíð.
2. Stöðuskýrslur FA 2016
Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 3 fyrir stjórn FA dagsett 31. maí 2016.
3. Fasteignir Akureyrarbæjar - ráðning starfsmanns 2016
Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2016 vegna beiðnar um ráðningu starfsmanns í eftirlit hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að auglýst verði tímabundið starf hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.
4. Boginn - endurnýjun á gervigrasi
Tekinn fyrir að nýju 2. dagskrárliður 279. fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 20. maí 2016:
Farið yfir tilboð sem bárust í endurnýjun á gervigrasi í Boganum.Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til viðræðna við Polytan.
5. Lundarskóli - óskir um breytingar á B-gangi vegna fatlaðs nemanda sem hefur nám haustið 2016
Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2016 með kostnaðarmati vegna umbeðinna framkvæmda.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til skólanefndar.
6. Síðuskóli - beiðni um uppsetningu felliveggja á D-gangi skólans
Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2016 með kostnaðarmati vegna umbeðinna framkvæmda.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til skólanefndar.
7. Giljaskóli - beiðni um uppsetningu 6 felliveggja og endurbætur á loftaplötum í 5 kennslustofum í norðurálmu skólans
Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2016 með kostnaðarmati vegna umbeðinna framkvæmda.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til skólanefndar.
8. Steinnes - húsaleigusamningur 2014-2017
Lögð fram beiðni núverandi leigutaka um að leigusamningurinn verði framlengdur um eitt ár.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til íþróttaráðs.