Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 201
- Kl. 14:00 - 15:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 201
Nefndarmenn
- Oddur Helgi Halldórssonformaður
- Halla Björk Reynisdóttir
- Sigríður María Hammer
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Sigfús Arnar Karlsson
- Guðríður Friðriksdóttir
- Óskar Gísli Sveinsson
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
1. Kaup eigna af Fasteignasjóði jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Rætt um möguleg kaup á nokkrum eignum.\nSoffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri Búsetudeildar Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið.
<DIV><DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og kynna það fyrir bæjarráði.</DIV></DIV></DIV>
2. Bygging íbúðasambýlis 2012
Tekin fyrir beiðni frá félagsmálaráði um tilnefningu fulltrúa stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar í starfshóp til undirbúnings nýbyggingar íbúðasambýlis.
<DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Odd Helga Halldórsson L-lista sem fulltrúa sinn í starfshópnum. </DIV></DIV>
3. Íþróttahöllin - endurnýjun á bekkjum
Farið yfir þau tilboð sem bárust í smíði og uppsetningu á áhorfendabekkjum niður á gólfi í Íþróttahöllinni.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að hafna tilboðunum og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.</DIV></DIV></DIV></DIV>
4. Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9
Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 5 dags. 9. desember 2011 fyrir framkvæmdina.\n\n\n\n\n
<DIV><DIV></DIV></DIV>
5. Lystigarður - kaffihús og minjagripasala
Rætt um tilboðin sem bárust í byggingu hússins.\nNjáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
<DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við BB Byggingar. Stjórnin leggur á það mikla áherslu að kostnaðaráætlun standist.</DIV>