Beint í efni

Málsnúmer 2023100306

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. mars 2025:

Lagt fram minnisblað dagsett 26. mars 2025 um stöðu málaflokksins. Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður og Ísak Herner Konráðsson félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð tekur vel í erindið og framtíðarsýn þess er varðar búsetu fyrir fólk með fjölþættan vanda. Ráðið felur skipulagssviði að skipuleggja þessar fimm lóðir sem fram koma í minnisblaðinu, mikilvægt er að vera með fullklárað og fjölbreytt lóðaframboð hverju sinni fyrir húsnæði af þessu tagi. Ráðið felur einnig UMSA að vinna málið áfram og óskar eftir að horft verði til þeirrar vinnu sem fram hefur farið hjá Reykjavíkurborg um hagkvæmt húsnæði. Mikilvægt er að horft verði til þessarar framtíðarsýnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Skipulagsráð hefur undanfarið unnið að undirbúningi skipulagsgerðar á nokkrum stöðum innan Akureyrarbæjar fyrir húsnæði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Er stefnt að því að skipulag fyrir a.m.k. 3 svæði verði kynnt á næstunni auk þess sem 1-2 svæði gætu bæst við síðar.

Lagt fram minnisblað dagsett 26. mars 2025 um stöðu málaflokksins.

Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður og Ísak Herner Konráðsson félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð tekur vel í erindið og framtíðarsýn þess er varðar búsetu fyrir fólk með fjölþættan vanda. Ráðið felur skipulagssviði að skipuleggja þessar fimm lóðir sem fram koma í minnisblaðinu, mikilvægt er að vera með fullklárað og fjölbreytt lóðaframboð hverju sinni fyrir húsnæði af þessu tagi. Ráðið felur einnig UMSA að vinna málið áfram og óskar eftir að horft verði til þeirrar vinnu sem fram hefur farið hjá Reykjavíkurborg um hagkvæmt húsnæði. Mikilvægt er að horft verði til þessarar framtíðarsýnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Lagt fyrir minnisblað dagsett 25. september 2024 um stöðu í málefnum heimilslausra með fjölþættan vanda.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður, Ísak Herner Konráðsson félagsráðgjafi og Auður Gunnarsdóttir nemi í félagsráðgjöf sátu fundinn undir þessum lið

Velferðarráð tekur vel í erindið og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Lagt fyrir minnisblað dagsett 22. maí 2024 um stöðu í málefnum heimilslausra með fjölþættan vanda.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður og Ísak Herner Konráðsson félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið

Mál lagt fram og verður tekið fyrir áður en sumarfrí hefjast.

Lagt fram minnisblað dagsett 28. febrúar 2024 um stöðu í málefnum heimilislausra með fjölþættan vanda.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram minnisblað dagsett 22. nóvember 2023 um húsnæðisúrræði og þjónustu við fólk með fjölþættan vanda. Málið var á dagskrá velferðarráðs 22. nóvember 2023 og var sviðsstjóra velferðarsviðs falið að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð telur mikilvægt að bregðast við stöðunni og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að leggja fram mögulegar tillögur til úrbóta og kostnað við þær fyrir 1. maí 2024.

Lagt fram minnisblað dagsett 22. nóvember 2023 um húsnæðisúrræði og þjónustu við fólk með fjölþættan vanda.

Anna Marit Níelsdóttir og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.