Málsnúmer 2023100247
Gunnar Gíslason fulltrúi EBAK í öldungaráði fjallaði um niðurstöður Gallup könnunar á þjónustu sveitarfélaga með áherslu á Akureyri og eldri borgara. Þar á meðal um húsnæðismál og væntanlega húsnæðiskönnun á vegum Félags eldri borgara.
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar. Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð telur mikilvægt að gerð verði ítarlegri könnun á þjónustu við eldri borgara og fatlað fólk. Velferðarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnti niðurstöður þjónustukönnunar fyrir árið 2023.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gunnar Már Gunnarsson bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.
Bæjarráð telur mikilvægt að fá fram viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og þakkar þátttakendum fyrir mikilvægt framlag. Bæjarráð beinir því til sviða og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu.