Ungmennaráð

Fundur 7. maí 2013 kl: 17-18.30

Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg

Nefndarmenn                                        Starfsmenn

Bernódus Óli Kristinsson                                Anna Guðlaug Gísladóttir

Harpa Lind Þrastardóttir                                Linda Björk Pálsdóttir

Heiða Hlín Björnsdóttir                                

Jens Sigmundur Esra Gunnbjörnsson                

Sindri Snær Konráðsson

Þórkatla Haraldsdóttir

1.         Áheyrnarfulltrúar

Samfélags- og mannréttindaráð hefur tekið fyrir ósk ungmennaráðs um áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins og hefur eftirfarandi svar borist.  Samfélags- og mannréttindaráð leggur til að ungmennaráð eigi fulltrúa á fjórum fundum á ári, bæði formlegum fundum og vinnufundum og að fulltrúi samfélags- og mannréttindaráðs komi inn á fund ungmennaráðs tvisvar á ári.

2.        Með lýðræði skal land byggja

Lýðræðis verkefnið með Fjallabyggð og Dalvík gekk mjög vel og þátttakendur voru allir mjög ánægðir. Ungmennaráðið gæti hugsanlega haldið álíka vinnuhelgi fyrir Akureysk ungmenni.

3.        Fjölgun funda

Tillaga um að fjölga fundum ráðsins var samþykkt samhljóða.

4.        Bæjarstjórnarfundur

Ungmennaráð hefur óskað eftir því að sitja bæjarstjórnarfund og mun hann verða 19. júní.

5.        Íþróttamannvirki

Akureyri stendur vel að vígi þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum og er ráðið mjög ánægt með það. Þó má bæta aðstöðu ýmissa jaðaríþrótta.