Ungmennaráð

Fundur 6. mars 2013 kl: 17-18.30

Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg

Nefndarmenn                                        Starfsmenn

Heiða Hlín Björnsdóttir                                Anna Guðlaug Gísladóttir

Ingiríður Halldórsdóttir                                Linda Björk Pálsdóttir

Jens Sigmundur Esra Gunnbjörnsson

Sindri Snær Konráðsson

1.         Íþrótta- og tómstundastyrkur

Í dag fá börn á aldrinum 6-13 ára 10000 kr. á ári í íþrótta- og tómstundastyrk. Ungmennaráð fagnar því að fleiri árgangar hljóta nú styrk en hvetur bæjaryfirvöld til að gera enn betur.

2.        Áheyrnarfulltrúi

Ingiríður verður áheyrnarfulltrúi á fundi hjá samfélags- og mannréttindaráði.

3.        Kynningarmál

Kynna þarf ungmennaráðið betur fyrir bæjarbúum.

4.        Skipulagðar skemmtanir fyrir 16-18 ára

Skipulagðar skemmtanir fyrir aldurshópinn 16-18 ára eru fátíðar og vill ungmennaráð reyna að bæta úr því.