Ungmennaráð

Fundur 20. febrúar 2013 kl: 17-18.30

Fundarherbergi á 4. hæð í Rósenborg

Nefndarmenn                                        Starfsmenn

Harpa Lind Þrastardóttir                                Anna Guðlaug Gísladóttir

Bernódus Óli Kristinsson                                Linda Björk Pálsdóttir

Jens Sigmundur Esra Gunnbjörnsson

Sindri Snær Konráðsson

1.         Lýðræðisverkefni ungmennaráða við Eyjarfjörð

Ungmennaráð tekur þátt í lýðræðisverkefni sem hlaut styrk frá Evrópu ungafólksins með ungmennaráðum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar helgina 20.-21. apríl.

2.        Ak Extreme

Ungmennaráð vill athuga hvort styrkur bæjarins til Ak Extreme sé háð skilyrðum, t.d. hjálmaskylda.

3.        Hálkuvarnir

Ungmennaráð vill koma þeim tilmælum til framkvæmdadeildar að hálkuvörnum sé ábótavant í bænum, ekki síst á göngustígum og bílaplönum.

4.        Íþróttastyrkur

Bernódus Óli vill athuga hvernig styrk til íþróttaiðkunar er háttað í sveitarfélaginu og hvetja ráðamenn til þess að veita hann til 18 ára aldurs.

5        Ungt fólk og lýðræði

Tveir fulltrúar ungmennaráðs og starfsmaður munu taka þátt í ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem verður haldin á Egilsstöðum 20.-22. mars.