Ungmennaráð

Fundur 10. apríl 2013 kl: 17-18.30

Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg

Nefndarmenn                                        Starfsmenn

Bernódus Óli Kristinsson                                Anna Guðlaug Gísladóttir

Harpa Lind Þrastardóttir                                Linda Björk Pálsdóttir

Heiða Hlín Björnsdóttir                                

Jens Sigmundur Esra Gunnbjörnsson                

Rúbína Singh Arnoddsdóttir

Sindri Snær Konráðsson

Þórlaugur Ragnar

1.         Ungt fólk og lýðræði

Bernódus Óli sagði frá ráðstefnunni ungt fólk og lýðræði sem hann og Hrafnhildur Lára tóku þátt í fyrir hönd ungmennaráðs. Megin þema ráðstefnunnar var skipulagsmál og voru þátttakendur mjög ánægð og reynslunni ríkari.

2.        Vinnuskólinn

Bernódus Óli vill hærri laun í vinnuskólanum og fleiri vinnutíma. Auk þess sem flokkstjórar séu oft ekki starfi sínu vaxnir og of lítið um spennandi og krefjandi verkefni líkt og Tv-phonic og skapandi sumarstörf.

3.        Viðurkenningar fyrir æskulýðs- og tómstundastarf

Ungmennaráðið er mjög ánægt með þá nýjung samfélags- og mannréttindaráðs að veita viðurkenningar fyrir æskulýðs- og tómstundastarf.

4.        Áheyrnarfulltrúi á fundum samfélags- og mannréttindaráðs

Ungmennaráð óskar eftir því að eiga áheyrnarfulltrúa á fundum samfélags- og mannréttindaráðs.