Vellíðan starfsfólks í samkomubanni

Hér munu birtast áhugaverðir linkar er snúa að vellíðan starfsfólks á tímum samkomubanns. 

Það eru margir til í að leggja sitt af mörkum þessa dagana og við höfum rekið okkur á allskonar áhugavert efni. 

  • Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti skemmtilegri og gagnlegri síðu á facebook sem ber nafnið Hamingjuhornið. Þar deilir hún m.a. hvernig hún listar upp daginn og fleira.
  • Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum ráðgjöf hefur verið með skemmtilegan, daglegan viðburð í mars þar sem hún fjallar um hina ýmsu eiginleika sem við sem einstaklingar búum yfir. Hvetjum ykkur til að skoða það hér.   

Gagnlegar upplýsingar vegna fjarvinnu starfsfólks

Nú er hluti starfsmanna kominn í fjarvinnu og þá er að mörgu að huga. Sumir eru jafnvel líka með börnin sín heima og það getur orðið snúið að skipuleggja vinnuna og daginn sinn. Það er mikilvægt að sýna sjálfum sér þolinmæði í þessum aðstæðum og muna að við erum öll að reyna að gera okkar besta. Það er nauðsynlegt að muna eftir því að standa reglulega upp frá tölvunni, jafnvel kíkja út í stuttan göngutúr, hringja í vin eða vinnufélaga og spjalla í 10 mínútur. 

Leiðbeiningar vegna fyrirsjáanlegra aukninga í VPN tengingum   

Hagnýtur bæklingur um fjarfundi og fjarfundamenningu  

Fjarvinna í Microsoft Office 365, ókeypis námskeiðspakki  

Heilræði um heimavinnu frá mannauðssviði Advania  

5 leiðir sem auðvelda fjarvinnu frá Origo  

Helstu aðgerðir í Teams (kennslumyndbönd frá Origo)
t.d. hvernig þú deilir skjánum og bókar fundi.

Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur  

Algeng mistök á fjarfundum

Vellíðan frá VIRK

Inná heimasíðu Velvirk eru ýmsar hugmyndir er snúa að vellíðan fólks. Hugmyndirnar er bæði hægt að nýta með fjölskyldunni og einnig í vinnunni heima. 

Þar eru t.d. heimaæfingar, virkni - bingó, dagatal bjargráða og listi með hugmyndum um ánægjulegar athafnir. 

Hér má t.d. sjá dagatal bjargráða sem er tekið af síðu Velvirk.

Gullmolar Guðrúnar Snorradóttur

Um Guðrúnu: Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að nota verkfæri markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði, bæði hér heima og erlendis.Guðrún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á færni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu sstyrkleika, leiðir til að skapa aukið traust og sálrænt öryggi ásamt nýtingu markþjálfunar við þjónustu og í margvíslegum samtölum við starfsmenn. Heimasíða: https://www.gudrunsnorra.com/

Guðrún mun fyrst og fremst beina sjónum sínum að manneskjunni og hvað hún getur gert þegar á móti blæs. Að halda uppbyggilegum fókus verður okkar stærsta verkefni þegar fram í sækir. Hún mun miðla hagnýtum ráðum úr forðabúri jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar. Gullkornin verða stutt og skorinort, hún vill helst skilja ykkur eftir með spuringu og/eða æfingu til að halda áfram með eða vinna með ykkar teymi/fjölskyldu.

Gullkorn 1:
Að temja huga sinn og setja athyglina á það sem að við getum stjórnað. 
https://www.youtube.com/watch?v=j-dZBl13Znw&feature=youtu.be

Gullkorn 2:
Gullkorn númer tvö er meiri hugarleikfimi. Skoðum saman hvernig við "virkjum" okkur í þessu ástandi með því að einblína á allt sem að við getum valið. Velja, velja, velja verður móttóið á næstu vikum.
https://www.youtube.com/watch?v=UeJvJF9WcZo&feature=youtu.be

Gullkorn 3 :
Stjórnun tilfinninga á erfiðum tímum.
https://www.youtube.com/watch?v=cZzgzPDDN5g&feature=youtu.be  

Gullkorn 4: 
Höldum áfram að skoða tilfinningar og þá sérstaklega hvernig við getum aukið þær jákvæðu. 
https://www.youtube.com/watch?v=j-IL6904ncg  

Gullkorn 5: 
Höldum áfram á uppbyggilegum nótum. Í þessu gullkorni er Guðrún að skoða listina að "varðveita", hvernig við getum fjölgað jákvæðum taugabrautum með því að hlúa að því hversdagslega. Fagna því sem að við getum þó gert.
https://www.youtube.com/watch?v=PRtO3F-lXv0  

Gullkorn 6: 
Gullkorn dagsins fjallar um það að við þurfum að passa okkur á þeim sögusögnum sem að við erum að búa til á þessum síðustu og verstu. Líka um mikilvægi þess að skrúfa niður væntingar sem að við gerum til okkar og annarra - ná sambandi við samhygðina og dass af sjálfsvinsemd. 
https://www.youtube.com/watch?v=hZ9IgS3aNv0&t=26s  

Tilfinningar

Margar tilfinningar geta komið upp á tímum sem þessum. Í mörgum tilfellum eru það neikvæðar tilfinningar en ef við skoðum tilfinningar okkar betur og lærum á þær og um þær þá getum við jafnvel snúið þeim okkur í hag. Hér eru hugmyndir að því hvernig við getum unnið með tilfinningar og kynnst þeim betur.

Lista yfir tilfinningar má nálgast hér. Listinn er ekki tæmandi.
Einfalt verkefni um tilfinningar vikunnar.

Önnur verkefni tengd tilfinningum:
Inná vef Reykjalundar er að finna verkefni um tilfinningar útfrá ham hugmyndafræðinni (hugræn atferlismeðferð).

Kvíði

Kvíði getur gert vart við sig í þessu ástandi sem nú ríkir. Þegar manni er kippt út úr daglegri rútínu, félagslífi og vinnan breytist þá er hættan sú að virkni okkar verður minni. Virkni okkar hefur mikil áhrif á það hvernig okkur líður og á tímum sem þessum er mikilvægt að vera vakandi fyrir andlegri líðan.

Þau hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa verið dugleg að póst ýmsum ráðum inn á facebook síðu sína og hvetjum við þá sem finna fyrir kvíða að kíkja á hana hér.

Hér eru nokkur ráð um hvernig hægt er að auka virkni: 

Minnum einnig á hjálparsíma Rauða krossins sem er 1717. Einnig er hægt að nota netspjallið inn á heimasíðu þeirra. Nánari upplýsingar hér.

Bæklingur sem ber heitið: Að takast á við áhyggjur og kvíða í heimsfaraldri  

Síðast uppfært 03. apríl 2020