Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fjarfundamenning

Fjarfundamenning

Að mörgu þarf að huga varðandi fjarfundamenningu. Tæki og tól þurfa að vera til staðar en einnig þarf að gæta að jafnri stöðu fundarmanna og að allir þekki hvernig nálgast skal fundarsköp á fjarfundum. Hagnýtan bækling um fjarfundamenningu má nálgast hér. Bæklingurinn er hluti af afurð verkefnis sem Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SÍMEY fékk styrk fyrir á síðasta ári og bar heitið fjarfundamenning. Meginmarkmið verkefnisins var að auka og efla þekkingu og notkun kjörinna fulltrúa á Eyþingssvæðinu á fjarfundum. Ef starfsmenn vilja kynna sér meira um verkefnið og/eða nálgast meira efni er tengist fjarfundum þá er hægt að nálgast það hér. Við bendum einnig á hnappinn Vellíðan starfsfólks í samkomubanni en þar má nálgast fleiri gagnlegar upplýsingar vegna fjarvinnu ásamt ýmsu efni um vellíðan, tilfinningar og fleira.
Lesa fréttina Fjarfundamenning
Nýr hnappur á starfsmannavef og leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Nýr hnappur á starfsmannavef og leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Nú hefur nýjum hnapp verið bætt við á starfsmannavefnum sem ber heitir Vellíðan starfsfólks í samkomubanni. Þar munu birtast áhugaverðir linkar, verkefni og fleira er snýr að vellíðan starfsfólks á tímum samkomubanns. Þar er nú þegar að finna kennslumyndbönd um Teams, gullmolar frá Guðrúnu Snorradóttur og verkefni um tilfinningar. Inná hnappinn Covid-19 upplýsingar fyrir starfsfólk eru komnar leiðbeiningar fyrir starfsfólk þar sem ýmsum atriðum er snúa að réttindum starfsfólks er svarað. Leiðbeiningarnar eru á nokkrum tungumálum.
Lesa fréttina Nýr hnappur á starfsmannavef og leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Staðfesting á sóttkví

Starfsmenn í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.
Lesa fréttina Staðfesting á sóttkví
Frítt inn! Húmor á óvissutímum með Eddu Björgvins - fyrirlestur í beinni!

Frítt inn! Húmor á óvissutímum með Eddu Björgvins - fyrirlestur í beinni!

Hvernig má nýta húmorinn, gleðina og kærleikann til að gera þessa „fordæmalausu" tíma bærilegri? Edda Björgvins hefur létt lund landsmanna í áraraðir í hinum ýmsu hlutverkum og ekki síst sem hún sjálf, því Edda hefur einnig í mörg ár boðið upp á fyrirlestra fyrir fyrirtæki og einstaklinga, og jafnframt haldið námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands. Ef þú vilt taka pásu frá erfiðum og kvíðavaldandi hugsunum og létta lundina, vertu þá með á hádegisfyrirlestri Eddu Björgvins sem streymt verður í beinni í dag, þriðjudaginn 24. mars kl. 12. Á þessum örfyrirlestri mun Edda fara yfir hvernig við getum nýtt húmorinn til þess að breyta erfiðu andrúmslofti í nærandi umhverfi, hvernig húmor gagnast við streitulosun, eykur samkennd og styður við okkur á þessum skrýtnu tímum. Það þarf vart að kynna Eddu Björgvins en hún hefur haldið þjóðinni á léttu nótunum áratugum saman með sinni einstöku jákvæðni og lífsgleði. Á þessum örfyrirlestri mun Edda fara yfir hvernig við getum nýtt húmorinn til þess að breyta erfiðu andrúmslofti í nærandi umhverfi, hvernig húmor gagnast við streitulosun, eykur samkennd og styður við okkur á þessum skrýtnu tímum.
Lesa fréttina Frítt inn! Húmor á óvissutímum með Eddu Björgvins - fyrirlestur í beinni!
Dansáskorun vinnustaða/hópa innan Akureyrarbæjar

Dansáskorun vinnustaða/hópa innan Akureyrarbæjar

Áhrifa kórónuveirunnar er farið að gæta víða á vinnustöðum Akureyrarbæjar og hafa vinnustaðir brugðist við þróun mála með ólíkum hætti, margt starfsfólk er nú í fjarvinnu heima hjá sér, vinnustöðum hefur verið skipt upp í hópa/teymi og kaffistofur vinnustaða eru ekki eins þétt setnar og gengur og gerist. Á þessum dæmalausu tímum hefur þó landlæknir talað um mikilvægi húmors og að nota hann sem verkfæri til að takast á við erfiðleika. Þess vegna langar okkur að hvetja hópa innan Akureyrarbæjar að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega og grípa þetta tækifæri til þess að fá aðra til að brosa.
Lesa fréttina Dansáskorun vinnustaða/hópa innan Akureyrarbæjar

Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn-og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19

Almannavarnir hafa biðlað til stjórnenda leik- og grunnskóla að þeir aðilar sem sinna samfélagslega mikilvægri þjónustu í heilbrigðis og viðbragðsgeira fái forgang fyrir börn sín á frístundaheimilum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur í ljósi þess gefið út lista yfir það starfsfólk í framlínustörfum sem hefur forgang fyrir börn sín hjá dagforeldrum, í leikskólum, í 1. og 2. bekk grunnskóla og á frístundaheimilum fyrir sama aldurshóp. Starfsfólk Akureyrarbæjar sem eru í þeim þessum framlínustörfum eru hvattir til þess að skrá sig í forgang í gegnum sem allra fyrst.
Lesa fréttina Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn-og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19
Andleg heilsa starfsfólks á streituvaldandi tímum

Andleg heilsa starfsfólks á streituvaldandi tímum

Í ljósi þeirra óvissutíma sem við erum að upplifa þessa dagana hvetjum við starfsfólk Akureyrarbæjar til þess að huga vel að andlegri heilsu sem og líkamlegri. Þegar manneskjan stendur frammi fyrir ógn eða aðstæðum sem fela í sér mikla óvissu, búum við svo vel að hafa til staðar innri varnarhætti sem virkjast og taka til starfa. Í hversdagslegu samhengi þá finnum við til kvíða, við höfum áhyggjur og oft er þráðurinn styttri og við fljótari upp. Við fáum oft auka kraft til að takast á við hlutina og framkvæma. Kvíða- eða ótta viðbragðið er nátengt eðlisávísun okkar um að geta tekist á við ógn eða hættu og haldið velli, eða einfaldlega komist af. Þegar ógnin er viðvarandi og óvissa mikil, er hættan sú að við séum sífellt að virkja tilfinningaviðbrögð okkar á kostnað skynsemi og ályktunarfærni. Við bregðumst þá gjarnan við af hvatvísi, getum sýnt illa ígrunduð viðbrögð og dottið í fljótfærni.
Lesa fréttina Andleg heilsa starfsfólks á streituvaldandi tímum

Nýr hnappur á starfsmannavef vegna COVID-19

Nú hefur nýjum hnappi verið bætt við á starfsmannavef þar sem finna má gagnlegar upplýsingar fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar vegna COVID-19
Lesa fréttina Nýr hnappur á starfsmannavef vegna COVID-19
Aðgengi að launadeild lokað tímabundið vegna Covid-19

Aðgengi að launadeild lokað tímabundið vegna Covid-19

Ákveðið hefur verið að loka launadeildinni í Ráðhúsi tímabundið fyrir gestum og gangandi vegna Covid-19 veirunnar. Er þetta gert til að tryggja öryggi starfsfólks og koma í veg fyrir röskun á þessari mikilvægu starfsemi sveitarfélagsins. Einungis verður tekið á móti tölvupósti og símtölum en síminn er opinn kl. 11-16 virka daga. Í þjónustugáttinni, sem er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, er hægt að óska eftir og skila inn ýmsum gögnum til launadeildar. Hægt er að skila inn upplýsingum um nýtingu persónuafsláttar/persónuafsláttar maka, menntunargögnum/leyfisbréfum, starfsvottorðum frá fyrri vinnuveitendum og skrá sig í og úr starfsmannafélagi. Í þjónustugáttinni er einnig hægt að óska eftir launa- og starfstengdum gögnum sem og vottorðum og staðfestingum frá launadeild bæjarins. Starfsfólk er hvatt til að nota þessar leiðir til að skila inn og óska eftir nauðsynlegum upplýsingum. Til skoðunar er að fjölga enn frekar formum og umsóknum í þjónustugáttinni vegna stöðunnar.
Lesa fréttina Aðgengi að launadeild lokað tímabundið vegna Covid-19

Vegna útbreiðslu COVID- 19 veirunnar

Starfsmenn geta með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu vegna útbreiðslu COVID- 19 veirunnar með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum. Sótthreinsandi sápur og spritt eiga því að vera á öllum vinnustöðum til þess að draga út sýkingarhættu.
Lesa fréttina Vegna útbreiðslu COVID- 19 veirunnar