Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Kennslumyndbönd um sjálfsþjónustu í Vinnustund

Kennslumyndbönd um sjálfsþjónustu í Vinnustund

Vakin er athygli á því að nú má nálgast kennslumyndbönd um sjálfsþjónustu í Vinnustund undir hjálpinni í kerfinu. Þar er m.a. myndband um hvernig maður setur inn leyfisóskir í gegnum Vinnustund og margt fleira.
Lesa fréttina Kennslumyndbönd um sjálfsþjónustu í Vinnustund
Starfsmannatilboð til þín – Vorið vaknar

Starfsmannatilboð til þín – Vorið vaknar

Menningarfélag Akureyrar veitir starfsfólki Akureyrarbæjar sérstök afsláttarkjör á leiksýninguna Vorið vaknar. Almennt miðaverð er 8500 kr.- en starfsfólki Akureyrarbæjar býðst nú miðinn á 25% afslætti eða 6375 kr.- Afslátturinn gildir á tvær sýningar. Laugardaginn 7. mars kl. 20:00 og föstudaginn 13. mars kl. 20:00. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á heimasíðu Menningarfélagsins www.mak.is
Lesa fréttina Starfsmannatilboð til þín – Vorið vaknar
Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi

Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni eða annarskonar ofbeldi. Það er á ábyrgð okkar allra að líða ekki óæskilega hegðun á vinnustöðum Akureyrarbæjar og ef við verðum vör við slíka hegðun þá ræðum við málið og komum upplýsingum til yfirmanns eða annara sem geta tekið á málinu. Hér er vakin athygli starfsfólks á upplýsingum um verklag í tengslum við áreitni á vinnustað og hvert starfsfólk getur leitað ráðgjafar upplifi það slíkar aðstæður eða verður vitni af þeim. Upplýsingar þess efnis er að finna undir efnisflokknum: Starfsmannahandbók > Einelti - áreitni - ofbeldi.
Lesa fréttina Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi
Starfsmannatilboð til þín - Park and fly

Starfsmannatilboð til þín - Park and fly

Park and fly veitir starfsfólki Akureyrarbæjar sérstök afsláttarkjör.
Lesa fréttina Starfsmannatilboð til þín - Park and fly
Hvaða vinnustaður verður með flesta dagana? En flestu mínúturnar? Hvaða starfsmenn fá úrdráttarverðl…

Hvaða vinnustaður verður með flesta dagana? En flestu mínúturnar? Hvaða starfsmenn fá úrdráttarverðlaunin?

Um hvað erum við að tala... við erum að tala um Lífshlaupið, sem er vinnustaðakeppni á vegum ÍSÍ og hefur það megin markmið að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti. Lífshlaupið verður ræst miðvikudaginn 2. febrúar og stendur til 25. febrúar. Heilsuráð Akureyrarbæjar hvetur alla vinnustaði Akureyrarbæjar til að taka þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins 2020, því líkt og undanfarin ár er keppnin færð heim í hérað þar sem Heilsuráð veitir viðurkenningar til vinnustaða Akureyrarbæjar sem a) sigrar í keppninni um flesta daga og b) sigrar í keppninni um flestar mínútur.
Lesa fréttina Hvaða vinnustaður verður með flesta dagana? En flestu mínúturnar? Hvaða starfsmenn fá úrdráttarverðlaunin?