Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Akureyrarbær hættir að senda launaseðla heim á pappír

Akureyrarbær hættir að senda launaseðla heim á pappír

Frá og með 1. nóvember 2020 mun Akureyrarbær hætta að senda launaseðla heim á pappír. Launaseðlar eru aðgengilegir rafrænt á starfsmannavef eg.akureyri.is. Með þessari umhverfisvænu aðgerð dregur Akureyrarbær verulega úr pappírsnotkun og sparar einnig töluverða fjármuni í pappírs- og sendingarkostnaði.
Lesa fréttina Akureyrarbær hættir að senda launaseðla heim á pappír
Um grímunotkun starfsfólks Akureyrarbæjar

Um grímunotkun starfsfólks Akureyrarbæjar

Fólk sem er í móttöku eða afgreiðslustörfum á vegum Akureyrarbæjar sem og starfsmenn heimaþjónustu skulu ávallt bera andlitsgrímur við vinnu sína. Allt starfsfólk Öldrunarheimila Akureyrar og gestir sem heimsækja íbúa heimilanna, eiga að bera andlitsgrímur og gæta hér eftir sem hingað til að sóttvörnum í hvívetna. Á vinnustöðum þar sem húsnæði hefur verið hólfaskipt í þágu sóttvarna, skal starfsfólk nota andlitsgrímur ef nauðsynlegt er að fara á milli hólfa.
Lesa fréttina Um grímunotkun starfsfólks Akureyrarbæjar
Teiknisamkeppni fyrir káta krakka

Teiknisamkeppni fyrir káta krakka

Stjórnsýslusvið Akureyrarbæjar efnir til teiknisamkeppni í tilefni barnamenningarhátíðarinnar á Akureyri. Kátir krakkar á öllum aldri eru hvattir til þess að taka þátt. Þemað er frjálst en þarf að tengjast Akureyri. T.d hvað þykir þér skemmtilegast að gera á Akureyri? Hvernig er ævintýralegur dagur á Akureyri?
Lesa fréttina Teiknisamkeppni fyrir káta krakka
Hlífðargrímur samhliða öðrum sóttvörnum

Hlífðargrímur samhliða öðrum sóttvörnum

Þeir starfsmenn sem verið hafa á ferðalagi innanlands á þeim svæðum þar sem smitum hefur fjölgað, eða eru viðvarandi há, eru beðnir um að fylgja þeim viðmiðum sem vinnustaður setur um fjölda þeirra daga sem starfsmanni ber að nota hlífðargrímu á vinnustað eftir að heim er komið. Þá er áréttað að hlífðargríma kemur ekki í stað almennra sótt-/sýkingarvarna
Lesa fréttina Hlífðargrímur samhliða öðrum sóttvörnum
Þjónusta Akureyrarbæjar á neyðarstigi

Þjónusta Akureyrarbæjar á neyðarstigi

Neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 tók gildi á miðnætti, á sama tíma og hertar sóttvarnaaðgerðir. Íbúar Akureyrar eru eins og aðrir landsmenn eindregið hvattir til að sýna ítrustu varkárni í öllu sínu daglega lífi. Virk smit á Akureyri eru fá þessa stundina en það getur breyst á augabragði. Minnt er á að síðasta vor kom fyrsta bylgja Covid-19 til Akureyrar 1-2 vikum eftir að hún gaus upp á höfuðborgarsvæðinu og ekki er ástæða til að ætla að þróunin verði öðruvísi núna. Það er undir okkur sjálfum komið að sporna gegn því að þessi bylgja faraldursins verði mjög alvarleg á Akureyri.
Lesa fréttina Þjónusta Akureyrarbæjar á neyðarstigi