Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Endurmenntunarsjóður grunnskóla opnar fyrir umsóknir

Endurmenntunarsjóður grunnskóla opnar fyrir umsóknir

Endurmenntunarsjóður grunnskóla auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2020-2021. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2020. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) geta sótt um framlög úr sjóðnum. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, umsóknir sendar á öðru formi verða ekki teknar gildar.
Lesa fréttina Endurmenntunarsjóður grunnskóla opnar fyrir umsóknir
Námskeið hjá SÍMEY í næstu viku sem Sveitamennt og Starfsmennt greiða niður

Námskeið hjá SÍMEY í næstu viku sem Sveitamennt og Starfsmennt greiða niður

Í næstu viku eru á dagskrá hjá SÍMEY tvö námskeið sem Ríkismennt og Sveitamennt greiða niður fyrir starfsfólk. Jafnframt styrkir Starfsmennt námskeiðið um Skjalastjórnun í Office 365 og fer sú skráning fram í gegnum smennt.is Námskeið um samskipt á vinnustað: https://www.simey.is/is/moya/inna/verkfaerakista-stjornandans-samskipti-a-vinnustodum Námskeið um skjalastjórnun í Office 365: https://www.simey.is/is/moya/inna/skjalastjornun-i-office365
Lesa fréttina Námskeið hjá SÍMEY í næstu viku sem Sveitamennt og Starfsmennt greiða niður
Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir

Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir

Nú er fræðsla að fara á fullt á hinum ýmsum stöðum. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) býður til að mynda upp á fjölbreytt námskeið og Símenntun Háskólans á Akureyri. Það er einnig hægt að sækja námskeið suður og sum eru jafnvel kennd í fjarkennslu. Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki er kemur að símenntun og starfsþróun starfsmanna. Sum stéttarfélög eru aðilar að fræðslustofnunum og gefst þá félagsmönnum tækifæri á að sækja sum námskeið frítt. Á meðan önnur stéttarfélög bjóða upp á fræðsludagskrá fyrir félagsmenn.
Lesa fréttina Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir