Viðurkenningar í Lífshlaupinu afhentar starfsfólki

Í síðustu viku voru afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur í Lífshlaupinu (heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ) sem fór fram fyrr í vetur. Sem fyrr var keppnin mikil og hörð. Það fór svo að lokum að Fræðslusvið sigraði keppnina um fjölda daga með alls 19,59 daga. Oddeyrarskóli varð númer tvö með 18,36 daga og Heilsuleikskólinn Krógaból var þriðji með 17,61 dag.

Í keppninni um flestar mínútur voru það sömu þrjár stofnanirnar sem skipuðu þrjú efstu sætin en Oddeyrarskóli hafið sætaskipti við Fræðslusviðið og sigraði með 1690,71 hreyfimínútur. Fræðslusviðið var með 1539,18 mínútur og Krógaból í því þriðja með 993,61 mínútur.

Heilsuráð Akureyrarbæjar þakkar öllum fyrir þátttökuna og óskar öllum til hamingju með lífið.
Á meðfylgjandi myndum eru fulltrúar Fræðslusviðs og Oddeyrarskóla að taka við bikurum sem fylgja þessum góða árangri.

Að svo sögðu er verið að vinna úr tölum og mælingum Hjólað í vinnuna og verða viðurkenningar afhentar vegna þess í byrjun júní.

Dalrós Halldórsdóttir á Fræðslusviði tekur við bikar fyrir hönd sviðsins.

Dalrós Halldórsdóttir tekur við bikar fyrir hönd Fræðslusviðs.  

Sigurrós Karlsdóttir tekur við bikar fyrir hönd Oddeyrarskóla

Sigurrós Karlsdóttir tekur við bikar fyrir hönd Oddeyrarskóla

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan