Vegna útbreiðslu COVID- 19 veirunnar

Ágætu starfsmenn Akureyrarbæjar.

Starfsmenn geta með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu vegna útbreiðslu COVID- 19 veirunnar með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum. Sótthreinsandi sápur og spritt eiga því að vera á öllum vinnustöðum til þess að draga út sýkingarhættu.
Nýja kórónaveiran (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni eru helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum hjá þeim sem veikir eru fyrir lýsir það sér með sýkingum í neðri öndunarfærum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda.
Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðva nema að fengnum ráðleggingum í síma.
Ég hvet ykkur sömuleiðis til þess að þið kynnið ykkur efni á heimasíðu Almannavarna og Landlæknisembættisins varðandi veirusýkinguna:
https://www.almannavarnir.is/frettir/uppfaerdar-radleggingar-vegna-ferdalaga/
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39191/Radleggingar-til-ferdamanna

Bestu kveðjur,

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan