Tíunda starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku

Efstu þrjú liðin á mótinu 2021
Efstu þrjú liðin á mótinu 2021

Í gær, 15. júní fór fram tíunda NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Veðurguðirnir skrúfuðu fyrir haglélina og drógu skýin frá sólinni þegar mótið hófst síðdegis og það var eins og við manninn mælt að í beinu framhaldi léku keppendurnir 29 margir við hvern sinn fingur og sumir fóru á kostum.

Mótafyrirkomulagið var níu holu 3-4ra manna Texas Scramble auk þess sem það voru nokkur nándarverðlaun og keppt í lengsta upphafshögginu.
Sigurliðið í NORAK 2021 var skipað þeim Gunnari Rúnari Ólafssyni, Önnu Pálínu Jóhannsdóttur, Einari Valbergssyni og Arnari Ólafssyni.
Í öðru sæti urðu Jónas Jónsson, Heimir Örn Árnason, Herborg Sigfúsdóttir og Ellert Örn Erlingsson.
Í þriðja sæti urðu Vigfús Ingi Hauksson, Leifur K. Þorsteinsson, Pálína Ásbjörnsdóttir og Heiðar Freyr Leifsson.

Verðlaun í nándarkeppninni (næst holu) hlutu Heimir Örn (3,2m) á 4. braut og Heiðar Freyr (7,17m) á 8. braut.
Sigurvegarar í keppni um lengsta upphafshöggið á 6. braut urðu Anna Einarsdóttir og Baldvin Orri Smárason.

Í mótslok voru svo veitt fjöldi úrdráttarvinninga og þakkar mótanefnd styrktaraðilum kærlega fyrir góðan stuðning.

Á meðfylgjandi mynd eru liðsmenn efstu þriggja liðanna á mótinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan