Smitum fjölgar á Akureyri – Förum varlega

Í dag, fimmtudaginn 7. október eru 127 einstaklingar á Norðurlandi eystra í einangrun og 1269 í sóttkví - flestir þeirra á Akureyri. Ljóst er að sá aldur sem hvað mest virðist smitast í dag eru börn og unglingar á grunnskólaaldri, þá sér í lagi sá aldur sem standa bólusetningar ekki boða.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni og hvetur foreldra til þess að huga vel að persónulegum sóttvörnum sínum og barna sinna.

Forráðamenn eru jafnframt hvattir til þess að fylgist vel með einkennum COVID-19 hjá börnum sínum og leggja áherslu á að þeir sem sýni einkenni COVID sýkingar fari í sýnatöku. Vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu eru allir hvattir til þess að fara varlega, huga vel að sóttvörnum, muna handþvott og handspritt auk þess sem minnt er á mikilvægi þess að nálægðarmörk séu virt eins og kostur er.

Hér á starfsmannavefnum má finna nytsamlegar upplýsingar fyrir starfsfólk Akureyrbæjar um COVID-19.

Á covid.is má einnig finna góð ráð, traustar upplýsingar og nýjustu fréttir af COVID-19.

Förum varlega og virðum reglur Almannavarna um sóttvarnir.

Sóttkví


Einangrun


Smitgát


Börn í sóttkví


Einkenni COVID-19


COVID-19 upplýsingar fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar


Sóttkví og fjarvistir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan