Seigla í júlí

Í dagatali Heilsuverndar fyrir júlí-mánuð er þemað seigla undir yfirskriftinni "Við getum ekki stjórnað því sem gerist, en við getum valið hvernig við bregðumst við."

Seigla er getan til þess að takast á við erfiðar aðstæður og ná "vopnum" sínum aftur í kjölfar þeirra. Ein framsetning þess er sú að gefast ekki upp þó að vindar kunni að vera manni sjálfum óhagstæðir. Það sem grundvallar seiglu eru eiginleikar sem hægt er að temja sér og má þar nefna sem dæmi eiginleika eins og sveigjanleiki, aðlögunarhæfni, trú á eigin getu og bjartsýni.

Endilega kynnið ykkur dagatalið: Seigla - dagatal

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan