Samfélagstíðindi: #MeToo og heilbrigðisstarfsfólk - könnun

Um þessar mundir fer fram könnun á kynferðislegri áreitni meðal starfsfólks á búsetusviði og Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.

Rannsóknir sýna að heilbrigðisstéttir eru meðal þeirra sem eru í mestri áhættu fyrir því að verða fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað.

Könnunin er liður í Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær er þátttakandi í ásamt Arendal í Noregi og Eskilstuna í Svíþjóð.

Vonast er eftir góðri svörun til þess að hægt verði að kortleggja stöðuna og þróa fyrirbyggjandi aðferðir. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan