Persónuafsláttur

Nýir starfsmenn hjá Akureyrarbæ þurfa að fylla út sérstakt eyðublað um nýtingu persónuafsláttar inn á www.ibuagatt.akureyri.is ef þeir vilja nýta persónuafsláttinn sinn hjá Akureyrarbæ.

Athygli skal vakin á því að ef rof hefur orðið á ráðningu hjá Akureyrarbær þarf að skila aftur inn eyðublaðinu um nýtingu persónuafsláttar. 

Eyðublaðið má finna í íbúagátt Akureyrarbæjar og nota þarf rafræn skilríki eða íslykil við innskráninguna. Hér má finna leiðbeiningar.
Ef eyðublaðið berst ekki launadeild fyrir lokun útborgunar verður dregin full staðgreiðsla af launum.


Gott að fara inn á vef ríkisskattstjóra til þess að nálgast upplýsingar um nýttan persónuafslátt og/eða persónuafslátt maka -  www.skattur.is
Persónuafsláttur er 56.447 kr.- á mánuði á árinu 2019.


Athugið að tilkynning um nýtingu persónuafsláttar er á ábyrgð starfsmannsins og nýting á honum er aldrei sjálfvirk.


Nánari upplýsingar og aðstoð veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 eða á launadeild@akureyri.is
Launadeildin er opin alla virka daga frá klukkan 11:00-16:00

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan