Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Námsleyfasjóð fyrir skólaárið 2020-2021.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Námsleyfasjóð fyrir skólaárið 2020-2021. Námsleyfasjóður starfar á grundvelli bráðabirgðaákvæðis II við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands, sem uppfylla skilyrði skv. 4. gr. reglna um Námsleyfasjóð, geta sótt um í sjóðinn. Þar segir að umsækjandi sem æskir námsleyfis skuli að lágmarki fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
a) Hafa, þegar sótt er um námsleyfi, gegnt starfi í 10 ár samtals við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í grunnskóla á Íslandi, í eigi minna en hálfu starfi, og verið samfellt í starfi sl. fjögur ár, enda hafi verið greitt fyrir umsækjanda í sjóðinn sbr. gr. 1. Fæðingarorlof sem dreift hefur verið á allt að 12 mánuði telst sem samfellt starf í reglum þessum.
b) Vera fastráðinn starfsmaður sveitarfélags eða aðila sem stofnað er til með samstarfi sveitarfélaga og taka laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans.
Skv. 3. gr. reglna um Námsleyfasjóð á að fylgja umsókn staðfesting sveitarfélags/skólastjóra, eða eftir atvikum rekstraraðila skóla, um að skilyrði a) og b) liðar 4. gr. sé uppfyllt á þar til gerðu eyðublaði (sjá hjálagt word skjal).
Búast má við því að þeir sem hyggjast sækja um námsleyfi leiti til ykkar varðandi þessa staðfestingu og því finnst stjórn Námsleyfasjóðs rétt að upplýsa ykkur um þetta.
Frekari upplýsingar um Námsleyfasjóð má finna á vefsíðu sjóðsins.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan