Ókeypis heilsufarsmæling á Akureyri - 7. október 2017 kl. 10:00-17:00

Heilsuráð Akureyrarbæjar í samstarfi við Heilsueflandi samfélag og SÍBS Líf og heilsa bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu á Akureyri á morgun, laugardaginn 7. október 2017, frá kl. 10:00-17:00.

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

Staðsetning: Heimahjúkrun heilsugæslunnar, Skarðshlíð 20 (Húsnæði Hvítasunnukirkjunnar)

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt aðildarfélögum og Samtökum sykursjúkra bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni: http://sibs.is/allar-frettir/1605-sibs-lif-og-heilsa-a-nordhurlandi

Allir velkomnir!
Heilsuráð Akureyrarbæjar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan