Núvitund og náttúra - Fræðsluerindi fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Fimmtudaginn 6. febrúar frá kl. 11-12 bíðst starfsfólki Akureyrarbæjar fræðsla um tengslarof náttúru og manns, ástæður og viðbrögð, sér að kostnaðarlausu. Fræðslan verður haldin á ZOOM.

Á fyrsta fræðsluhittingi LOFTUM árið 2025 fjallar Þuríður Helga um núvitund og tengsl okkar við náttúruna.

Vaxandi skilningur er meðal fólks og fræðimanna á að mörg þeirra vandamála sem steðja að heiminum í dag hvort sem er í umhverfis og loftslagmálum, vegna ófriðar og stríðsátaka, ófjöfnuðar, streitu og einmannaleika sé í raun afleiðing af ákveðnu tengslaleysi sem átt hefur sér stað milli manns og náttúru, milli fólks og einnig innra með okkur sjálfum.

Á þessum kynningarfyrirlestri segir Þuríður frá ástæðum tengslarofsins og hvernig má nota núvitund til að ná betri tengingu við sjálfan sig, aðra og náttúruna.

Leiðbeinandi: Þuríður Helga Kristjánsdóttir er núvitundarkennari með áherslu á núvitundarmiðaða nálgun á samfélagslegar áskoranir. Þuríður rekur fyrirtækið Veglyndi sem sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustu fyrir vinnustaði, hópa, stjórnendur og einstaklinga. Þuríður með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og kennaranám frá sama skóla, hún er með BA í myndlist frá AKI í Hollandi.

Námskeiðið er hluti af Loftum verkefninu og er því starfsfólki sveitarfélaga innan SSNE að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið veita:

Ingunn Helga – 460-5727 – ingunn@simey.is

Hilmar Valur – 464-5100 – hilmar@hac.is

Skráning og nánari upplýsingar má nálgast hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan