Mannauðsmoli - Líkamlegt álag og líkamsbeiting við vinnu

Vinnutengd stoðkerfisvandamál eru viðamikið heilsufarsvandamál sem kostar samfélagið mikla fjármuni á ári hverju í formi veikindafjarvista, skertrar framleiðni og aukins sjúkrakostnaðar.
Þegar kemur að vinnuaðstöðu og umhverfi á vinnustöðum er margt hægt að bæta til þess að minnka líkur á að starfsmenn þrói með sér vinnutengd stoðkerfisvandamál. Má þar nefna vinnuskipulag, vinnurými og sálfélagslegt umhverfi vinnustaðarins. Að auki geta einstaklingar nýtt sér ýmsar aðferðir í og utan vinnu til að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.

Hér eru nokkur heilræði til að viðhalda stoðkerfinu

Lyfta rétt
- Halda byrðinni nálægt líkama
- Ekki lyfta upp fyrir axlarhæð
- Beygja hné
- Ekki snúa upp á hrygg eða háls
- Nota léttitæki!
Lágmarka setu og breyta um stellingu sem oftast
- Lágmarka tíma við einhæfa álagsvinnu
- Í kyrrsetuvinnu er æskilegt að standa upp á 30 mínútna fresti
- Hafa stillanlegan búnað sem hentar starfsmanninum
- Gera blóðrásaraukandi æfingar
Hreyfa sig reglulega
- 150 mínútur af miðlungs erfiðri hreyfingu vikulega
- 75 mínútur af erfiðri hreyfingu vikulega
- Eða blanda af þessu tvennu
- Sama hversu lítil hreyfingin er þá er hún ávallt betri en engin
- Styrktarþjálfun minnkar líkur á stoðkerfisverkjum - allt niður í 2 mínútur á dag getur haft áhrif!
Fyrirbyggja og draga úr streitu
- Skipuleggja sig vel
- Hæfilegt vinnuálag í samráði við vinnuveitanda
- Segja frá ef álag er of mikið
- Hreyfa sig
Drekka Vatn
- Mikilvægt að vatn sé aðgengilegt fyrir alla starfsmenn
- Góð ástæða til að standa upp frá verkefninu

Þú átt bara eitt stoðkerfi og það þarf að endast alla ævi!


Hægt er að skoða bækling Vinnueftirlitsins hér.
Heimild: Heimasíða Vinnueftirlitsins.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan