Mannauðsmoli - Aukin vellíðan á vinnustað

Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsfólks og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Með heilsueflingu á vinnustöðum er stefnt að því að auka vellíðan með því að bæta vinnuskipulag, vinnuumhverfi og samskipti á vinnustað.
Meiri áhersla er nú lögð á möguleika starfsfólks og að þeir geti þróast í starfi og þetta hefur leitt til víðtækari skilnings á mikilvægi heilbrigðis, lífsgæða og frekara náms. Það er allra hagur að gera vinnustaðinn að stað þar sem starfsfólk nýtur sín og líður vel. Með heilsueflingu geta fyrirtæki og stofnanir einnig bætt ímynd sína og orðið eftirsóknarverðari vinnustaðir.


Ávinningur starfsfólks er aukin vellíðan, bætt heilsa, aukin starfsánægja, minni streita og meira jafnvægi í lífinu almenn auk færi slysa og sjúkdóma. Starfsgeta hvers og eins verður meiri og fólk getur jafnvel átt lengri starfsævi. Hagur vinnustaðarins getur falist í aukinni framleiðni, meiri nýsköpun, minni starfsmannaveltu og minni kostnaði vegna fjarveru, veikinda og slysa.


Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu og vellíðan starfsfólks hafa ekki eingöngu jákvæð áhrif á starfsfólkið heldur einnig á fjölskyldu þess og samfélagið í heild.
Mikilvægt er að á sem flestum vinnustöðum sé heilsuefling sjálfsagður þáttur í stefnu vinnustaðarins og unnið sé markvisst að henni.


Heimild:  www.velvirk.is - nánari upplýsingar og fróðleik má einnig finna á heimasíðunni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan