LÝSA – rokkhátíð samtalsins 6. og 7. September í Hofi

Allir eru velkomnir á LÝSU – rokkhátíð samtalsins

Hátíðin verður sett kl. 12:00 föstudaginn 6. september
Dagskrá hátíðarinnar saman stendur af viðburðum sem hafa samfélagslega tengingu, eru opnir öllum og án aðgangseyris.
LÝSA er hátíð þar sem fólk á í samtali um samfélagið. Þar fara fram fjörugar umræður í bland við hressa tónlist og skemmtiatriði.
LÝSA býður öllum að koma og varpa ljósi á sín málefni.
Markmið
LÝSA vill efla samtalið um samfélagið og hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta milli almennings, félagasamtaka, atvinnulífs og stjórnmálafólks. Þannig aukum við skilning og traust í samfélaginu.
Aðstandendur
Aðstandendur LÝSU eru Almannaheill og framkvæmdaraðili er Menningarfélag Akureyrar. Hátíðin er sjálfstæð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar. Velferðarráðuneytið og Akureyrarbær styrkja hátíðina.

Að hlusta, fræðast og tala er einn af fjölmörgum kostum LÝSU – Rokkhátíðar samtalsins. Sem þátttakandi í LÝSU getum við valið að veita fræðslu um áhugaverð málefni og í kjölfarið að bjóða upp á umræðu. Við getum líka mætt á LÝSU með það eitt í huga að velja úr fjölda áhugaverðra viðburða, fræðast og spyrja spurninga sem vakna, segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.lysa.is

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan