Launamiðar fyrir árið 2024 hafa nú verið birtir á island.is en einnig er hægt að nálgast þá í appinu island.is
Í ár eru launamiðarnir tveir vegna skiptingu á launakerfi.
Innskráning á mínar síður á island.is
- Fara inn á island.is og velja Mínar síður.
- Smella á hnapp Einstaklingar fyrir innskráningu með rafrænum skilríkjum.
- Launaseðlar og launamiðar birtast í Pósthólfinu ásamt ýmsum öðrum skjölum sem hafa verið send frá opinberum aðilum.
island.is appið
- Upplýsingar um hvar hægt er að sækja appið er að finna á heimasíðu island.is en bæði er hægt að hlaða niður appinu eða skanna QR kóða.
- Launaseðlar og launamiðar birtast í Pósthólfinu ásamt ýmsum öðrum skjölum sem hafa verið send frá opinberum aðilum.