Jafnlaunastjórnun

Jafnlaunastefna Akureyrarbæjar er í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Stefnunni er ætlað að tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launa- og kjaraákvarðanir.

Þar segir m.a. að "Launaákvarðanir skulu vera gagnsæjar, byggðar á málefnalegum forsendum og miða að því að greiða starfsfólki sömu laun og sömu kjör fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Störf skulu taka mið af þeim kröfum sem þau gera og laun skulu ákvörðuð í samræmi við kröfur starfa óháð kyni. Allar launa- og kjaraákvarðanir skulu vera rekjanlegar og skjalfestar. Akureyrarbær greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga á hverjum tíma, samþykktir og reglur Akureyrarbæjar. Samband íslenskra sveitarfélaga fer með umboð um gerð kjarasamninga fyrir hönd sveitarfélagsins. Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga er að þróa áfram starfsmatskerfið SAMSTARF í samstarfi við stéttarfélög."

Jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar er að finna á slóðinni https://www.akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/pdf/2022/jafnlaunastefna-akureyrarbaejar_samthykkt-i-baejarradi-25.08.22.pdf

English version of Equal pay policy (and other languages) is on the network url https://www.akureyri.is/en/administration/employment/equal-pay-policy
Enska útgáfu Jafnlaunastefnunnar (og öðrum tungumálum) er að finna á slóðinni https://www.akureyri.is/en/administration/employment/equal-pay-policy

Í jafnlaunastefnunni kemur fram að Akureyrarbær skuldbindur sig m.a. til þess að innleiða jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012, skjalfesta, viðhalda og vinna að stöðugum umbótum og forvörnum. Öðlast og viðhalda Jafnlaunavottun.

Ábendingar, erindi og fyrirspurnir vegna jafnlaunastjórnunarkerfis er hægt að senda í gegnum ábendingarkerfi https://ibuagatt.akureyri.is/abendingar/Complaint.aspx?id=200

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan