Innleiðing á hönnunarstaðli

Á fundi bæjarstjórnar 3. desember sl. voru samþykktar reglur um notkun á merki bæjarins og hönnunarstaðall. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitarfélagið vinnur í samræmi við hönnunarstaðal en í honum er fjallað um notkun byggðarmerkis bæjarins og meðferð á gögnum og markaðsefni í nafni Akureyrarbæjar og er tilgangurinn að veita skýrar leiðbeiningar um samhæfða og stílhreina framsetningu gagna og kynningarefnis um starfsemi bæjarins. Öll svið og stofnanir bæjarins skulu fylgja hönnunarstaðlinum.

Það er ábyrgð stjórnenda að innleiða hönnunarstaðalinn hver á sínu sviði/stofnun. Sniðmátin eru í stjórnendahandbókinni og eru stjórnendur því hvattir til að vista þau í möppu á sameiginlegu drifi þar sem starfsmenn hvers sviðs geta sótt það sem snýr að þeim. Sniðmátin verður ekki hægt að nálgast í OneSystems.

Sniðmátin sem um ræðir eru t.d. bréfsefni bæði á Word og PDF sniði, merki Akureyrarbæjar ásamt nafni viðkomandi sviðs, slæðugrunnur og leiðbeiningar um undirskrift í tölvupósti.
Hönnunarstaðallinn er unninn af Bleki hönnunarstofu og það eru stjórnsýslusvið í samvinnu við Akureyrarstofu sem hafa unnið að undirbúningi hans.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan