Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?

Mynd: Anders Peter.
Mynd: Anders Peter.

Í íbúagáttinni á Akureyri.is er hægt að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum til að sækja um ýmsa þjónustu og fylgjast með stöðu umsókna.

Nú eru 37 umsóknareyðublöð af ýmsu tagi komin í íbúagáttina þar sem hægt er að fylla þær út eftir þörfum og senda inn rafrænt ásamt með fylgiskjölum. Stöðugt er unnið að því að koma fleiri umsóknum inn í rafrænu gáttina og til stendur að gera tilraun með að hafa vissar umsóknir eingöngu á rafrænu formi, til dæmis andmæli vegna stöðubrotasekta.

Íbúar sem hafa sent inn umsókn í íbúagátt geta síðan fylgst með afgreiðslu málsins og framvindu þess undir flipanum "málin mín". Einnig er hægt að sjá álagningarseðil fasteigna í íbúagáttinni undir flipanum "álagning". Skorað er á bæjarbúa að kynna sér íbúagáttina og nýta sér þessa rafrænu þjónustu.

Íbúagáttin er mjög áberandi hér á forsíðu heimasíðunnar en bein slóð á hana er http://ibuagatt.akureyri.is. Þeir sem þurfa aðstoð við að opna gáttina geta fengið hana í þjónustuverinu í anddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan