Fyrirkomulag á útborgun launa

Í þeim kjarasamningum sem búið er að samþykkja hjá sveitarfélögum var gerð breyting á texta um útborgun launa en í grein 1.1.1.1 segir að:

1.1.1.1 Föst laun skulu greidd eftir á, eigi síðar en fyrsta dag hvers mánaðar. Beri fyrsta dag mánaðar upp á frídegi skal útborgun launa fara fram síðasta virka dag þar á undan.

Sami texti mun koma í alla samninga sem gengið verður frá á næstu mánuðum og er fyrirkomulag útborgana í samræmi við breytt ákvæði kjarasamninga.
Þetta þýðir að laun eru greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar nema ef fyrsti dagur mánaðar beri upp á frídegi.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan