Fréttir frá Öldrunarheimili Akureyrar

Á haustdögum heimsóttu íbúar Eini – og Grenihlíðar, ásamt starfsfólki, bruggsmiðjuna Kalda á Árskógssandi. Agnes eigandi bruggsmiðjunnar tók vel á móti hópnum og bauð upp á bjórsmökkun. Hópurinn skoðaði einnig Bjórböðin og þá þjónustu sem þar er í boði við mikla hrifningu.

Í september fóru starfsfólk eldhúss og skrifstofu ÖA til Danmerkur í náms – og kynnisferð. Ferðin heppnaðist vel og starfsfólkið heimsótti meðal annars Stóreldhús í Randers sem að þjónustar Öldrunarheimili og eldri borgara ásamt því að heimsækja ráðhúsið í Vejle.

Laugardaginn 17. nóvember á milli kl. 13 og 16 verður hið árlega markaðstorg í Hlíð. Þar munu verslanir og handverksfólk vera með varning sinn til sölu. Á staðnum verður einnig kaffisala, smákökur og lifandi tónlist.

Laugardaginn 24. nóvember eftir hádegið verður léttur og skemmtilegur dagur í Lögmannshlíð með lifandi tónlist. Þar gefst aðstandendum og íbúum tækifæri til að sjá hvað er verið að gera í iðju- og félagsstarfinu þar á bæ. Kaffi og vöfflur verða seldar á staðnum og ágóðinn verður notaður til þess að auðga líf íbúa í Lögmannshlíð.

Fleiri skemmtilegar og fróðlegar frétti frá Öldrunarheimilunum er að finna hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan