Fræðsla fyrir allt starfsfólk Akureyrarbæjar

Kæri starfsmaður.
Akureyrarbær býður öllu sínu starfsfólki á námskeiðið Vakinn frá fyrirtækinu Akademias.

Vakinn inniheldur áfanga um hvatningu, streitustjórnun og betri svefn. Námið er hannað með það að markmiði að undirbúa fólk til að takast á við erfiða tíma.

Það er nauðsynlegt að halda jákvæðu hugarfari og virkni þrátt fyrir að upplifa óvissu og erfiðleika eins og í þeim aðstæðum sem nú hafa verið uppi. Hætta er á auknum streitueinkennum og kulnun og er því mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við til þess að stýra áhrifum og snúa neikvæðri þróun yfir í styrkleika og tækifæri. Góður svefn er svo undirstaða alls annars og þá er skilningur á því hvernig hægt er að bæta svefninn grundvallaratriði í uppbyggingu á jákvæðu hugarfari og aukinni virkni.

Umsjón
Magnús Scheving, frumkvöðull og sérfræðingur í virkni, Helga Hrönn Óladóttir, sérfræðingur hjá Streituskólanum, og dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum, leiða umræðuna í þessum áföngum með því að hjálpa til við að byggja upp einstaklinga og starfsmenn fyrirtækja fyrir tækifæri framtíðarinnar.

Innan nokkurra daga munu starfsmenn fá tölvupóst á vinnunetfangið sitt með upplýsingum frá Akademias og link á innskráningu.

Námskeiðið er öllu starfsfólki að kostnaðarlausu. Ekki þarf að klára öll fræðsluerindin í einu og geta starfsmenn því horft á þetta þegar þeim hentar og á sínum hraða. Aðgangur að kerfinu spannar 12 mánuði.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan