Fjarfundamenning

Að mörgu þarf að huga varðandi fjarfundamenningu. Tæki og tól þurfa að vera til staðar en einnig þarf að gæta að jafnri stöðu fundarmanna og að allir þekki hvernig nálgast skal fundarsköp á fjarfundum. Hagnýtan bækling um fjarfundamenningu má nálgast hér.

Bæklingurinn er hluti af afurð verkefnis sem Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SÍMEY fékk styrk fyrir á síðasta ári og bar heitið fjarfundamenning. Meginmarkmið verkefnisins var að auka og efla þekkingu og notkun kjörinna fulltrúa á Eyþingssvæðinu á fjarfundum. Ef starfsmenn vilja kynna sér meira um verkefnið og/eða nálgast meira efni er tengist fjarfundum þá er hægt að nálgast það hér.

Við bendum einnig á hnappinn Vellíðan starfsfólks í samkomubanni en þar má nálgast fleiri gagnlegar upplýsingar vegna fjarvinnu ásamt ýmsu efni um vellíðan, tilfinningar og fleira.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan