Félak fræðist og fer af stað

Starfsfólk Félak tók nýverið þátt í starfsdögum Samfés sem er samstarfsvettvangur allra félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landinu.  Þáttakendur fengu m.a. fyrirlestra um áhættu- og verndandi þætti í meðferðarúrræðum unglinga og  #sjúkást - sem er verkefni á vegum Stígamóta um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Fjölbreyttar málstofur voru einnig í boði, m.a. um úrræði fyrir flóttamenn og fólk af erlendum uppruna, hinsegin sýnileika og margt fleira.

Félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar eru sex talsins. Þar er boðið upp á opin hús, lokað hópastarf og ýmis konar klúbba. Allt miðar starfið að því að veita börnum öruggt, þægilegt og skemmtilegt umhverfi til  að njóta sín í hópi annarra barna undir handleiðslu fullorðinna. Starfsfólk Félak mætir haustinu fullt eldmóðs og tilhlökkunar.

Heimild: Samfélagstíðindi, vefrit Samfélagssviðs Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan