Eurovision vika á Fjársýslusviði

Starfsfólk fjársýslusviðs Akureyrarbæjar heldur hátíðlega uppá Eurovision en starfsfólkið þar hefur haldið í skemmtilega hefð undanfarin ár. Fyrir Eurovision vikuna þá skipta þau á milli sín undanriðlunum og hver starfsmaður dregur land og þarf svo að mæta með eitthvað á kaffistofuna þann dag sem að landið keppir.

Venjan er að koma með eitthvað matakyns eða bara eitthvað sem tengist landi og þjóð.

Í fyrra borðuðu þau saman rússneska Pavlovu og í ár smökkuðu þau ungverska fyllta reykta papriku, íslenskar pönnukökur og Maarud snakk frá Noregi.
Áfram ísland!

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan