Ert þú að missa af þessu?

Starfsfólk Akureyrarbæjar hefur aðgang að flottu námskeiði frá Akademias sem ber heitið Vakinn. Vakinn inniheldur áfanga um hvatningu, streitustjórnun og betri svefn. Námið er hannað með það að markmiði að undirbúa fólk til að takast á við erfiða tíma.

Það er nauðsynlegt að halda jákvæðu hugarfari og virkni þrátt fyrir að upplifa óvissu og erfiðleika eins og í þeim aðstæðum sem nú hafa verið uppi. Hætta er á auknum streitueinkennum og kulnun og er því mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við til þess að stýra áhrifum og snúa neikvæðri þróun yfir í styrkleika og tækifæri. Góður svefn er svo undirstaða alls annars og þá er skilningur á því hvernig hægt er að bæta svefninn grundvallaratriði í uppbyggingu á jákvæðu hugarfari og aukinni virkni.

Starfsmenn hafa nú þegar fengið tölvupóst á vinnunetfangið sitt frá Akademias með link á innskráningu. Einnig er hægt að fara inn á akademias.is og skrá sig þar með netfangi og lykilorði. Ef um gleymt lykilorð er að ræða þá er hægt að sækja um nýtt inn á síðunni hjá Akademias.

Námskeiðið er öllu starfsfólki að kostnaðarlausu. Ekki þarf að klára öll fræðsluerindin í einu og geta starfsmenn því horft á þetta þegar þeim hentar og á sínum hraða. Aðgangur að kerfinu rennur út í maí á næsta ári.

Hvetjum alla til að nýta sér þetta flotta tækifæri og fræðast um málefni sem kemur okkur öllum við.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan