Dansáskorun vinnustaða/hópa innan Akureyrarbæjar

Áhrifa kórónuveirunnar er farið að gæta víða á vinnustöðum Akureyrarbæjar og hafa vinnustaðir brugðist við þróun mála með ólíkum hætti, margt starfsfólk er nú í fjarvinnu heima hjá sér, vinnustöðum hefur verið skipt upp í hópa/teymi og kaffistofur vinnustaða eru ekki eins þétt setnar og gengur og gerist. Á þessum dæmalausu tímum hefur þó landlæknir talað um mikilvægi húmors og að nota hann sem verkfæri til að takast á við erfiðleika. Þess vegna langar okkur að hvetja hópa innan Akureyrarbæjar að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega og grípa þetta tækifæri til þess að fá aðra til að brosa.

Þær Guðríður og Stína sem eru fulltrúar miðstigs í Giljaskóla tóku áskorun um að ríða á vaðið í dansáskorun vinnustaða/hópa innan Akureyrarbæjar.

Þær stöllur skora svo á skrifstofu fjölskyldusviðs að svara í sömu mynt.
Til þess hefur skrifstofan einn sólarhring og senda svo sitt video á starfsmannahandbok@akureyri.is.

Fjölskyldusvið tók að sjálfsögðu vel í dansáskorunina og hér kemur myndbandið frá þeim:

Fjölskyldusvið skorar svo á Slökkvilið Akureyrar og hefur það einn sólahring til að taka upp og senda videó á starfsmannahandbok@akureyri.is.

Hér má sjá myndband Daða og Árný kenna Gagnamagnsdansinn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan