Eftirvænting og undirbúningur

Blessuð jólin nálgast með tilheyrandi notalegheitum en álag vegna undirbúnings á aðventu þekkja margir. Á heimasíðu Velvirk.is má sjá gagnleg ráð til að minnka álag á aðventunni.

Aðdragandi jólanna er oftast ljúfur en þau eru jafnframt býsna stór viðburður sem krefst mikils undirbúnings. Foreldrar með ung börn hafa einstaklega mikið á sinni könnu, sérstök dagskrá tengd skólanum, föndur, bakstur og aðstoð við jólasveininn svo nokkuð sé nefnt.

En það er ekki nóg að sinna gjafainnkaupum, jólahreingerningu, skreytingum og flókinni matargerð á heimilinu, heldur er óvenju mikið um að vera í félagslífinu, margir fara á tónleika eða aðra listviðburði, í heimsóknir og hlaðborð með vinum, eða útbúa konfekt og laufabrauð með stórfjölskyldunni. Jólin teygja sig líka inn á flesta vinnustaði, það þarf að skreyta, kaupa leynivinagjafir og skrítnar peysur, sækja jólahlaðborð og starfsmannapartý. Margir sinna líka sjálfboðaliðastarfi yfir hátíðarnar eða vinna meira en að öðru jöfnu.

Flest af ofangreindu er skemmtilegt og gefandi, en oft verður þetta aðeins of mikið fyrir okkur með fullri vinnu og við finnum fyrir streitu sem stigmagnast fram yfir jóladag. Svo tökum við slaginn aftur yfir áramótin og þá gefa margir í botn.

Hér eru nokkur ráð sem gætu gagnast þér fyrir jólin.
Gerðu lista!
Forgangsraðaðu
Fáðu hjálp
Skipuleggið í sameiningu
Settu þér fjárhagsramma
Stilltu væntingum í hóf
Hjálpið börnunum að stilla sínum væntingum í hóf
Gerðu góðverk
Hátíð barnanna
Hreyfing og næring
Leiktu þér og hlæðu

Lestu meira á www.velvirk.is

Jólamyndband velvirk.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan