Desemberuppbót

Akureyrarbær greiðir desemberuppbót til starfsmanna sinna mánudaginn 2. desember nk. Þeir sem núna eiga rétt á fullri uppbót eru starfsmenn sem hafa unnið fullt starf frá 1. janúar - 30. nóvember 2019. Hafi starfsmaður verið í hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma. Starfsmaður þarf þó a.m.k. að hafa starfað samfellt frá 1. september 2019.
Upphæð desemberuppbótar er misjöfn eftir kjarasamningum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan