8.maí

Þrautseigjuþjálfun - forvarnir gegn kulnun

Í þessu fræðsluerindi verður fjallað um hvernig má þjálfa þrautseigju. Túlkun okkar og viðbragð spilar aðalhlutverkið þegar þrautseigja er annars vegar og ef við getum tamið hugann til hugrekkis, náum við að efla þrautseigjuna.

Eftirfarandi spurningum verður leitast við að svara:
Hvað er þrautseigja og hvernig aukið þið hana í eigin lífi?
Hver er munurinn á þrautseigjuþjálfun og streitustjórnun?
Hvernig get ég tamið huga minn?
Hver er einkenni kulnunar og hvað er til ráða?
Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði?
Hvernig getum við nýtt okkur vísindin til að takast á við streitu?

Sú nálgun sem kynnt verður á fundinum er byggð á rannsóknum á þrautseigju innan taugavísinda, hugrænnar athyglismeðferðar og jákvæðrar sálfræði. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama um betri líðan og aukna þrautseigju.

Umsjón: Guðrún Snorradóttir
Markhópur: Pósthópurinn Fræðsla
Tími: Miðvikudagurinn 8. maí frá kl. 8:30-9:30
Staðsetning: Lionssalurinn, Skipagötu 14
Skráning: Á starfsmannavefnum http://eg.akureyri.is