14.nóv

KÁF - kynferðisleg áreitni fræðsla

KÁF fræðslan styrkir þinn vinnustað til að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og skapa öruggt og gott starfsumhverfi.
Fjallað er um eftirfarandi:
• Algengi og afleiðingar kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni
• Upplifun og skilgreiningar á kynferðislegri og kynbundinni áreitni
• Aðgerðir og leiðbeiningar fyrir vinnustaði til þess að koma í veg fyrir og uppræta kynferðislega og kynbundna áreitni
• Aðferðir til að tryggja gott starfsumhverfi
Gagnkvæm virðing og góð samskipti einkenna góðan vinnustað. Ýmsir áhættuþættir í starfsumhverfinu geta ýtt undir óæskilega hegðun og því er mikilvægt að skapa og viðhalda góðum samskiptum.
Kynferðisleg og kynbundin áreitni er óheimil og skilgreind í lögum og reglugerðum, þar er kveðið á um ábyrgð atvinnurekenda og mikilvægi þess að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.
Ábyrgð atvinnurekenda er skýr en hver og einn starfsmaður á þátt í því að skapa góða vinnustaðamenningu.

Umsjón: Anna Lilja Björnsdóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir
Markhópur: Allir starfsmenn Akureyrarbæjar
Tími: Fimmtudagurinn 14. nóvember kl. 13:00-14:00.
Staðsetning: Lionssalurinn að Skipagötu 14.
Skráning: Tölvupóstur á annalb@akureyri.is