Vinnuskólinn
Áhugaverð vinna í þroskandi og skapandi umhverfi

Yfirmaður:
Orri Stefánsson
s. 460-1249 og 860-9309
orri@akureyri.isVinnutímabil 2025:
10. júní - 15. ágúst
Vinnuskóli 14 og 15 ára unglinga
Vinnutímabil, vinnutími, launakjör, launaseðlar, veikindi, skattur og útborgun launa.
Vinnuskóli 16 og 17 ára unglinga
Vinnutímabil, vinnutími, launakjör, launaseðlar, veikindi, skattur og útborgun launa.
Spurt og svarað
Hvernig virkar Vinnuskólinn? Hvað má og hvað má ekki? Hvað fæ ég mikla vinnu? Hér eru svör við helstu spurningum.

Starfsstöðvar Vinnuskólans
Starfsstöðvar Vinnuskólans eru 9, í Brekkuskóla, Giljaskóla, Glerárskóla, Lundarskóla, Naustaskóla, Oddeyrarskóla, Síðuskóla, Hrísey og Grímsey. Einnig vinna eldri unglingar hjá stofnunum og félögum í bænum. Unglingum með gróðurofnæmi eða félagsleg vandamál er í mörgum tilfellum boðið upp á að vinna á leikskólum bæjarins eða önnur úrræði fundin.

Verkstjórar
Verkstjórar Vinnuskólans eru tveir, annar sér um 14 og 15 ára unglinga en hinn sér um 16 og 17 ára. Einnig starfar verkstjóri sumarvinnu með stuðningi hjá Vinnuskólanum.

Reglur Vinnuskólans
Mikilvægt er að allir fari eftir gildandi reglum Vinnuskólans. Brot á reglum getur leitt til brottvísunar úr Vinnuskólanum.