Grunnskólar
Akureyrarbær rekur níu grunnskóla.
Sjö grunnskólar eru á Akureyri, Hlíðarskóli er að Skjaldarvík og í Hrísey er samrekinn leik- og grunnskóli.
Grunnskólar í Akureyrarbæ
Skólaval
Samkvæmt skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar stendur foreldrum til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara. Hvert barn á þó rétt til skólagöngu í sínum hverfisskóla. Nemendur í Innbæ og Teigahverfi geta litið á Naustaskóla sem sinn hverfisskóla.
Hér má sjá kort yfir skólasvæði Akureyrar.
Skólar á Akureyri leggja sig fram um að mæta óskum foreldra og barna og taka á móti þeim börnum sem óskað er eftir skólavist fyrir. Komi til þess að eftirspurn eftir námi í tilteknum skólum verði meiri en skólinn getur annað þarf að gæta jafnræðis og sanngirni gagnvart nemendum þegar tekin er afstaða til inngöngu þeirra í skólann.
- lögheimili á Akureyri
- nálægð heimilis við skóla
- systkini stunda nám í skólanum
- skólinn hefur betri forsendur en aðrir til að sinna sérþörfum viðkomandi nemanda
- aðrar persónulegar ástæður eða aðstæður fjölskyldu.
- Grunnréttur nemanda til skólagöngu miðast við mörk skólahverfa eins og þau hafa verið.
- Heildarfjöldi nemenda er viðmið um fjölda í hverjum skóla, ekki fjöldi í árgangi eða bekk.
- Nota skal rafrænt umsóknareyðublað og verður móttaka umsóknar að vera staðfest.
- Nemendum stendur ekki til boða skólaakstur ef þeir velja skóla fjarri heimili sínu.
Skólastjórnendur í grunnskólum Akureyrarbæjar geta heimilað nemanda með lögheimili í öðru sveitarfélagi en Akureyri skólavist í viðkomandi skóla enda sé nægjanlegt húsrými til staðar, ákvörðunin leiði ekki til viðbótarkostnaðar fyrir Akureyrarbæ og að fyrir liggi samningur við hlutaðeigandi sveitarfélag um greiðslu námskostnaðar. Að öllu jöfnu ganga þeir nemendur fyrir sem eru innritaðir á auglýstum tíma.

Að byrja í grunnskóla
Skólaskylda er fyrir öll börn á Íslandi sem náð hafa sex ára aldri eða verða sex ára á árinu. Hjá Akureyrarbæ eru starfræktir níu grunnskólar og á barnið rétt á skólavist í sínum hverfisskóla.
Skólamáltíðir
Við alla grunnskólana eru starfrækt skólamötuneyti, þar sem nemendum er boðið upp á heita máltíð í hádegi. Á Akureyri er samræmdur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla. Einnig er hægt að vera í áskrift að mjólk og ávöxtum í nestistíma. Hádegismatur er gjaldfrjáls en greiða þarf fyrir mjólkur- og ávaxta áskrift
Íslenska sem annað tungumál
Námsgreinin íslenska sem annað tungumál (ÍSAT) er kennd markvisst í grunnskólum Akureyrarbæjar. Íslenska sem annað mál er einnig kennt markvisst í öllum leikskólum bæjarins.
Hér fyrir neðan eru hlekkir í fræðsluvef fyrir erlenda nemendur og kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri á nokkrum tungumálum (opnast á YouTube)
Frístund fyrir fötluð börn
Í frístund er lengd viðvera fyrir mikið fötluð börn á aldrinum 10-16 ára. Gert er ráð fyrir að allt að 12 fötluð börn geti nýtt sér þjónustuna sem þar er í boði. Markmið þjónustunnar er að veita börnunum öruggt umhverfi að skóladegi loknum þar sem hlúð er að grunnþörfum þeirra með virkri þátttöku barnanna.