Beint í efni

Frístund

Frístund er í boði í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir börn frá 1. – 4. bekk eftir skólatíma, til kl. 16:15. Að auki er frístundastarf í boði fyrir fötluð börn með miklar stuðningsþarfir í 5.-10. bekk í Brekkukoti, sjá nánar neðst á síðunni.

Staðfest skráning gildir út allt skólaárið en foreldrar geta breytt dvalartíma fyrir 20. hvers mánaðar á undan. Lengd viðvera er í boði flesta skólafrídaga eins og t.d. viðtalsdaga, starfsdaga, haust/vetrarfrí, jóla- og páskafrí. Skrá þarf nemendur sérstaklega þá daga sem lengd viðvera er í boði og er greitt fyrir hana samkvæmt gjaldskrá Akureyrarbæjar.

Sótt er um tekjutengdan afslátt inn á Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Afslátturinn er veittur af vistunartíma í frístund (en ekki fæðiskostnaði) og er reiknaður út frá tekjum og hjúskaparstöðu samkvæmt skattframtali síðasta árs.

Hafa samband við frístund

SkóliSímanúmer
Brekkuskóli414-7979
Giljaskóli462-4825
Glerárskóli461-1253
Lundarskóli462-4560
Naustaskóli460-4111
Oddeyrarskóli460-9557
Síðuskóli461-3473

Frístund fyrir fötluð börn

Mikið fötluð börn á aldrinum 10 – 16 ára eiga rétt á lengdri viðveru eftir skóla til kl. 17:00. Markmið þjónustunnar er að veita börnunum öruggt umhverfi að skóladegi loknum þar sem hlúð er að grunnþörfum þeirra með virkri þátttöku barnanna.