Leikskólar
Hjá Akureyrarbæ eru starfandi tíu leikskólar

Hjá Akureyrarbæ eru starfandi tíu leikskólar, og er einn þeirra sjálfstætt starfandi. Níu leikskólar eru á Akureyri á 12 starfsstöðvum. Að auki eru þrír leikskólar tímabundið með starfræktar deildir í nærliggjandi grunnskólum. Í Hrísey er samrekinn leik- og grunnskóli.
Leikskólar í Akureyrarbæ
Hulduheimar
Vefur HulduheimaÞverholti 3-5 og Kjalarsíðu 3
s. 462-7081 og 462-3034
hulduheimar@akureyri.isLundarsel - Pálmholt
Vefur Lundarsels - PálmholtsHlíðarlundi 4 og við Þingvallastræti
s. 462-5883 og 462-6602
lundarsel@akureyri.is
Að velja leikskóla
Leikskólar bæjarins eru ekki hverfaskiptir. Ástæðan er sú að leikskólarnir byggja á mismunandi uppeldisstefnum. Mikilvægt er að foreldrar velji þá skólastefnu sem þeim finnst henta best sínum uppeldisaðferðum.
Íslenska sem annað tungumál
Íslenska sem annað tungumál er markvisst kennd í leikskólum bæjarins. Hér fyrir neðan er hlekkur í fræðsluvef fyrir foreldra og kennara erlendra nemenda