Beint í efni

Skólaval grunnskóla

Samkvæmt skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar stendur foreldrum til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara þegar þau hefja skólagöngu

Skólar á Akureyri leggja sig fram um að mæta óskum foreldra og barna to taka á móti þeim börnum sem óskað er eftir skólavist fyrir. Komi til þess að eftirspurn eftir námi í tilteknum skólum verði meiri en skólinn getur annað þarf að gæta jafnræðis og sanngirni gagnvart nemendum þegar tekin er afstaða til innritunar þeirra í skólann. Börn eiga þó alltaf rétt á skólagöngu í sínum hverfisskóla.

Þættir sem vega þyngst þegar innritun barna er metin

  • lögheimili á Akureyri
  • nálægð heimilis við skóla
  • systkini stunda nám í skólanum
  • skólinn hefur betri forsendur en aðrir til að sinna sérþörfum viðkomandi nemanda
  • aðrar persónulegar ástæður eða aðstæður fjölskyldu

Innritun nemenda

  • Grunnréttur nemenda til skólagöngu miðast við mörk skólahverfa eins og þau hafa verið
  • Heildarfjöldi nemenda er viðmið um fjölda í hverjum skóla, ekki fjöldi í árgangi eða bekk
  • Nota skal rafrænt umsóknareyðublað og verður móttaka umsóknar að vera staðfest
  • Nemendum stendur ekki til boða skólaakstur ef þeir velja skóla fjarri heimili sínu

Skólastjórnendur í grunnskólum Akureyrarbæjar geta heimilarð nemanda með lögheimili í öðru sveitarfélagi en Akureyri skólavist í viðkomandi skóla enda sé nægjanlegt húsrými til staðar, ákvörðunin leiði ekki til aukins kostnaðar fyrir Akureyrarbæ og að fyrir liggi samningur við hlutaðeigandi sveitarfélag um greiðslu námskostnaðar.

Að öllu jöfnu ganga þeir nemendur fyrir sem eru innritaðir á auglýstum tíma.