Grunnskólar
Akureyrarbær rekur níu grunnskóla.
Sjö grunnskólar eru á Akureyri, Hlíðarskóli er að Skjaldarvík og í Hrísey er samrekinn leik- og grunnskóli.
Grunnskólar í Akureyrarbæ

Skólaval grunnskóla
Samkvæmt skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar stendur foreldrum til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara þegar þau hefja skólagöngu

Að byrja í grunnskóla
Skólaskylda er fyrir öll börn á Íslandi sem náð hafa sex ára aldri eða verða sex ára á árinu. Hjá Akureyrarbæ eru starfræktir níu grunnskólar og á barnið rétt á skólavist í sínum hverfisskóla.
Skólamáltíðir
Við alla grunnskólana eru starfrækt skólamötuneyti, þar sem nemendum er boðið upp á heita máltíð í hádegi. Á Akureyri er samræmdur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla. Einnig er hægt að vera í áskrift að mjólk og ávöxtum í nestistíma. Hádegismatur er gjaldfrjáls en greiða þarf fyrir mjólkur- og ávaxta áskrift
Íslenska sem annað tungumál
Námsgreinin íslenska sem annað tungumál (ÍSAT) er kennd markvisst í grunnskólum Akureyrarbæjar. Íslenska sem annað mál er einnig kennt markvisst í öllum leikskólum bæjarins.
Hér fyrir neðan eru hlekkir í fræðsluvef fyrir erlenda nemendur og kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri á nokkrum tungumálum (opnast á YouTube)
Frístund fyrir fötluð börn
Í frístund er lengd viðvera fyrir mikið fötluð börn á aldrinum 10-16 ára. Gert er ráð fyrir að allt að 12 fötluð börn geti nýtt sér þjónustuna sem þar er í boði. Markmið þjónustunnar er að veita börnunum öruggt umhverfi að skóladegi loknum þar sem hlúð er að grunnþörfum þeirra með virkri þátttöku barnanna.